Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, er mjög mikið fyrir það að pirra andstæðinginn.
Honum tókst það m.a. á síðasta ári þegar hann var spjaldaður fyrir að tefja í vítaspyrnukeppni gegn franska liðinu Lille í Sambandsdeildinni. Það fór illa í stuðningsmenn franska liðsins.
Honum tókst það m.a. á síðasta ári þegar hann var spjaldaður fyrir að tefja í vítaspyrnukeppni gegn franska liðinu Lille í Sambandsdeildinni. Það fór illa í stuðningsmenn franska liðsins.
Aston Villa snýr aftur til Frakklands á morgun þegar liðið mætir PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Martínez býst við látum úr stúkunni.
„Það verða læti. Ég hef þegar fengið allskonar skilaboð. Við erum erfiðir heim að sækja en höfum verið í smá brasi á útivelli. Þetta er útsláttakeppni, allt getur gerst," sagði Martinez.
„Hvernig er það að leikurinn sé í Frakklandi? Það góða ivð þaað er að liðið mitt veerður undir minni pressu því fólk mun móðga mig. Ég er með stjórn á þessu."
Athugasemdir