Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane nálægt því að koma Bayern yfir en Lautaro refsaði
Lautaro Martinez
Lautaro Martinez
Mynd: EPA
Lautaro Martinez, framherji Inter Milan, er búinn að skora fyrsta mark kvöldsins í Meistaradeildinni.

Inter er í heimsókn hjá Bayern Munchen en Harry Kane komst í gott færi til að koma Bayern yfir áður en Martinez skoraði.

Kane fékk boltann frá Michael Olise í góðu færi en skaut í stöngina eftir rúmlega 25 mínútna leik.

Sjáðu færið hjá Kane

Rúmum tíu mínútum síðar kom Lautaro Martinez Inter yfir eftir glæsilega sókn. Marcus Thuram fékk boltann inn á teignum og skilaði boltann eftir með hælnum fyrir Martinez sem skoraði með glæsilegu skoti.

Sjáðu markið hér

Staðan er 0-1 fyrir Inter í hálfleik og staðan er 0-0 hjá Arsenal og Real Madrid á Emirates.
Athugasemdir
banner