Ahmad Faqa byrjaði á bekknum hjá FH þegar liðið mætti Stjörnunni í Garðabæ í gær. Faqa er nýkominn til félagsins en hann var tilkynntur á fimmtudagskvöldið.
Faqa er sýrlenskur landsliðsmiðvörður sem kemur á láni frá AIK. Hann þekkir vel til á Íslandi en hann var á láni hjá HK tímabilið 2023 og stóð sig vel. Faqa er 22 ára og gildir lánssamningurinn út júlí.
Faqa er sýrlenskur landsliðsmiðvörður sem kemur á láni frá AIK. Hann þekkir vel til á Íslandi en hann var á láni hjá HK tímabilið 2023 og stóð sig vel. Faqa er 22 ára og gildir lánssamningurinn út júlí.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 FH
„Hann kom seinni partinn á fimmtudaginn, við vorum í fríi á föstudag og hann æfði með okkur á laugardag og sunnudag."
„Við þurfum bara að koma honum inn í það sem við erum að gera, það tekur alltaf smá tíma, en hann sýndi það þegar hann kom inn á í kvöld, og sýndi það náttúrulega með HK fyrir tveimur árum að þetta er mjög góður leikmaður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Hann segir að FH sé ekki í leit að styrkingu en Hafnfirðingar séu opnir fyrir styrkingu fram á við ef það væri mögulegt.
Næsti leikur FH verður gegn Vestra á Kerecisvellinum. Sá leikur fer fram næsta sunnudag.
Athugasemdir