
Íslenska kvennalandsliðið hefur verið í miklum vandræðum gegn Sviss í Þjóðadeildinni á Þróttarvellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 3 Sviss
Liðið var 2-1 undir í hálfleik eftir að hafa byrjað leikinn afleitlega.
Þorsteinn Halldórsson gerði tvær breytingar eftir rúmlega hálftíma leik þar sem Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir komu inn á.
Áslaug Munda skoraði ótrúlegt sjálfsmark eftir tuttugu sekúndna leik í seinni hálfleik.
„Áslaug Munda ætlar að senda boltann til baka á Cecilíu í markinu sem úr verður sjálfsmark. Hvort sendingin var of föst eða Cecilía algjörlega steinsofandi veit ég ekki en niðurstaðan er allavega eitt rosalega klaufalegt sjálfsmark sem verður í blooper myndböndum á Youtube næstu árin," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu Fótbolta.net.
Hvað gerðist þarna?! Áslaug Munda sendir boltann til baka og hann endar í markinu. Sjálfsmark strax í upphafi seinni hálfleiks! ???????? pic.twitter.com/gPDyQB69wx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Athugasemdir