Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 10:50
Elvar Geir Magnússon
Hefur leikið sinn síðasta leik fyrir City
Walker í leik með Man City.
Walker í leik með Man City.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fabrizio Romano greinir frá því að það sé ljóst að Kyle Walker muni ekki snúa aftur til Manchester City í sumar.

Framtíð leikmannsins er þó ekki ljós, hann er á láni hjá AC Milan og óákveðið hvort hann verði þar áfram.

Milan er með ákvæði um að geta keypt Walker alfarið eftir tímabilið en ákvörðun um hvort það verði notað verður ekki tekin fyrr en félagið hefur ráðið nýjan yfirmann fótboltamála.

Walker hefur verið í stóru hlutverki hjá Milan síðan hann kom til félagsins í janúar en er kominn á meiðslalistann og spilar ekki næstu vikurnar.

Samningur hans við Manchester City rennur út sumarið 2026. Með félaginu hefur hann sex sinnum unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina einu sinni.


Athugasemdir