Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   þri 08. apríl 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rice: Mun átta mig á þessu eftir nokkur ár
Mynd: EPA
Declan Rice var hetja Arsenal í kvöld eftir 3-0 sigur gegn Real Madrid í kvöld. Hann skoraði tvö stórkostleg mörk beint úr aukaspyrnu.

Hann tjáði sig um mörkin eftir leikinn.

„Ég er búinn að vera með þetta í vopnabúrinu en hef hitt vegginn alltof oft eða yfir markið. Ég ætlaði að senda boltann fyrir en sá svo stöðuna á veggnum og markmanninum," sagði Rice um fyrri aukaspyrnuna.

„Ég var kominn með sjálfstraust þegar við fengum seinni aukaspyrnuna. Ég mun ekki átta mig á þessu því við eigum seinni leikinn eftir. Ég er spenntur og ánægður en eftir nokkur ár mun ég átta mig á því að ég gerði eitthvað sérstakt í kvöld."

Athugasemdir
banner
banner