Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Karólína Lea fullkomnaði þrennu sína
Icelandair
Íslenska liðið fagnar
Íslenska liðið fagnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er ótrúlegur leikur í gangi á Þróttarvellinum þar sem Ísland og Sviss eru að gera jafntefli í Þjóðadeildinni.

Ísland byrjaði leikinn afar illa og var staðan 0-2 eftir rúman stundafjórðung. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  3 Sviss

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en hún skoraði slysalegt sjálfsmark strax í upphafi seinni hálfleiks.

Karólína Lea var ekki hætt því hún minnkaði muninn stuttu síðar. Hún fullkomnaði síðan þrennu sína þegar hún skallaði boltann í netið eftir langt innkast Sveindísar. Hún hefur nú skorað 14 mörk í 51 landsleik.

Íslenska liðið er manni fleiri eftir að Geraldine Reuteler fékk sitt annað gula spjald fyrir dýfu.

Sjáðu mörkin hennar Karólínu hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner