
Það er ótrúlegur leikur í gangi á Þróttarvellinum þar sem Ísland og Sviss eru að gera jafntefli í Þjóðadeildinni.
Ísland byrjaði leikinn afar illa og var staðan 0-2 eftir rúman stundafjórðung. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Ísland byrjaði leikinn afar illa og var staðan 0-2 eftir rúman stundafjórðung. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 3 Sviss
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en hún skoraði slysalegt sjálfsmark strax í upphafi seinni hálfleiks.
Karólína Lea var ekki hætt því hún minnkaði muninn stuttu síðar. Hún fullkomnaði síðan þrennu sína þegar hún skallaði boltann í netið eftir langt innkast Sveindísar. Hún hefur nú skorað 14 mörk í 51 landsleik.
Íslenska liðið er manni fleiri eftir að Geraldine Reuteler fékk sitt annað gula spjald fyrir dýfu.
Sjáðu mörkin hennar Karólínu hér fyrir neðan.
Karólína Lea minnkar muninn úr aukaspyrnu. Þetta var síðasta spyrna hálfleiksins og gefur Íslandi líflínu ???????? pic.twitter.com/6PD8FxqRZZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Karólína Lea minnkaði muninn fyrir Ísland. Staðan er 2-3 eftir svaðalegar upphafsmínútur í seinni hálfleik ???????? pic.twitter.com/mQecgyOyyF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Hvað er að eiga sér stað í Laugardalnum? Karólína Lea er búin að jafna metin með skalla! Þar með fullkomnaði hún þrennu sína ???????? pic.twitter.com/7gVxntJ5Mg
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Athugasemdir