Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   mið 09. apríl 2025 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Snær framlengir við HK
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn fjölhæfi Brynjar Snær Pálsson er búinn að gera nýjan þriggja ára samning við HK eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í liðinu í tvö ár.

Brynjar Snær er fjölhæfur miðjumaður fæddur 2001. Hann er uppalinn hjá Skallagrím og lék með Kára og ÍA á Akranesi áður en hann skipti yfir til HK fyrir rúmlega tveimur árum síðan.

Brynjar hefur skorað 5 mörk í 64 leikjum hjá HK en hann er oft notaður í bakverði þegar hann er ekki á miðjunni.

Hann kom við sögu í 21 deildarleik er HK féll úr Bestu deildinni í fyrra og mun reyna fyrir sér í Lengjudeildinni í fyrsta sinn á ferlinum.

Brynjar er með 96 leiki að baki í efstu deild og 11 leiki í 2. deild, en engan í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner