Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   mið 09. apríl 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir PSG og Aston Villa: Kvaratskhelia maður leiksins - Disasi verstur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir 3-1 sigur Paris Saint-Germain gegn Aston Villa í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Khvicha Kvaratskhelia er valinn sem besti leikmaður vallarins og fær hann 8 í einkunn fyrir sinn þátt, alveg eins og hinir markaskorararnir tveir Nuno Mendes og Désiré Doué.

Mendes, Doué og Kvaratskhelia skoruðu mörk PSG eftir frábær einstaklingsframtök. Aðrir leikmenn heimaliðsins fá 7 í einkunn að undanskildum Gianluigi Donnarumma og varamönnunum sem fá 6.

Aston Villa spilaði þokkalegan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir mörk PSG þrátt fyrir að loka á stórveldið nánast allan leikinn. Axel Disasi kom inn af bekknum fyrir Matty Cash í hálfleik og var slakasti leikmaður vallarins með 5 í einkunn en aðrir í liði Villa fengu ýmist 6 eða 7 fyrir sinn þátt í tapinu.

Liðin mætast aftur á Villa Park næsta þriðjudag.

PSG: Donnarumma (6); Hakimi (7), Beraldo (7), Pacho (7), Mendes (8); Neves (7), Vitinha (7), Ruiz (7); Doue (8), Dembele (7), Kvaratskhelia (8).
Varamenn: Zaire-Emery (6), Barcola (6)

Aston Villa: Martinez (7); Cash (6), Konsa (7), Torres (6), Digne (6); Kamara (6), Tielemans (7); McGinn (7), Rogers (7), Ramsey (6); Rashford (6).
Varamenn: Disasi (5), Asensio (6)
Athugasemdir
banner
banner