8-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast í dag þegar fyrri leikirnir fara fram. Boltinn byrjar að rúlla í Noregi þar sem spútnik lið Bodö/Glimt tekur á móti Lazio frá Ítalíu.
Norðmennirnir í Bodö/Glimt slógu Twente og Olympiakos úr leik í síðustu útsláttarleikjum en þeir höfðu betur síðast þegar þeir mættu andstæðingum frá Ítalíu. Tímabilið 2021-22 sigruðu Norðmennirnir 6-1 á heimavelli gegn AS Roma, erkifjendum Lazio, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir gerðu svo 2-2 jafntefli á Ólympíuleikvanginum í Róm.
Síðar í kvöld eru gríðarlega spennandi slagir sem eiga sér stað, þar sem Tottenham tekur á móti Eintracht Frankfurt á sama tíma og Manchester United heimsækir Lyon.
Tottenham og Man Utd hafa átt arfaslakt tímabil í ensku úrvalsdeildinni og munu leggja allt púður í Evrópudeildina.
Skoska stórveldið Rangers, sem tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir þremur árum, tekur að lokum á móti Athletic Bilbao frá Baskahéraði.
Sigurliðið úr viðureign Man Utd mætir sigurliðinu úr viðureign Rangers í undanúrslitum. Tottenham og Man Utd geta því mæst í enskum úrslitaleik í Bilbao 21. maí.
Leikir dagsins
16:45 Bodo-Glimt - Lazio
19:00 Tottenham - Eintracht Frankfurt
19:00 Rangers - Athletic Bilbao
19:00 Lyon - Man Utd
Athugasemdir