Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Onana svarar: „Hef unnið titil með besta félagi heims, annað en sumir"
Mynd: EPA
Nemanja Matic, fyrrum miðjumaður Manchester United og Chelsea, er 36 ára gamall og leikur með franska félaginu Lyon sem tekur á móti Man Utd í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. Hann skaut á André Onana, markvörð Manchester United, í dag og hefur markvörðurinn svarað hástöfum.

Onana hóf þetta rifrildi með að segjast telja Man Utd vera mikið betra lið heldur en Lyon. Þau ummæli fóru ekki vel í Matic sem sagði Onana að þaga í ljósi þess að hann væri einn versti markvörður í sögu Rauðu djöflanna.

   09.04.2025 13:45
Matic segir Onana einn versta markvörð í sögu Man Utd


Onana hefur svarað þessum ummælum Matic með færslu á samfélagsmiðlum.

„Ég myndi aldrei sýna öðru félagi vanvirðingu. Við vitum að þetta verður erfiður leikur gegn sterkum andstæðingum. Við erum einbeittir að því að undirbúa okkur fyrir þennan leik og gera stuðningsmennina stolta," segir í færslu frá Onana.

„Ég hef í það minnsta unnið titil með besta félagi heims, annað en sumir."

Þarna átti Onana við það að Matic tókst ekki að hampa titli á dvöl sinni í Manchester frá 2017 til 2022. Hann vann þó ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea og enska bikarinn einu sinni.

Onana vann enska bikarinn með Rauðu djöflunum í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner