Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Slagsmál milli stuðningsmanna PSG og Villa í París
Eiffelturninn í París.
Eiffelturninn í París.
Mynd: EPA
Hópslagsmál milli stuðningsmanna Aston Villa og Paris Saint-Germain brutust út í París, í aðdraganda fyrri viðureignar liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hnefahögg gengu milli manna og stólum var kastað á götum frönsku höfuðborgarinnar. Ekki er vitað hvort slagsmálin hafi verið fyrirfram skipulögð eða þau skyndilega brotist út.

Talið er að um þrjú þúsund stuðningsmenn Aston Villa hafi ferðast til Parísar vegna leiksins en aðeins tvö þúsund miðar fóru til þeirra. Því munu um þúsund stuðningsmenn vera án miða og horfa á leikinn á börum Parísarborgar.


Athugasemdir
banner
banner