Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasta þrenna kom þegar Karólína gerði sitt fyrsta mark
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í gær.

„Ég er eiginlega bara mjög svekkt. Það er ekkert spes að skora þrennu og vinna ekki," sagði Karólína eftir leikinn.

Það er athyglisvert að þetta er fyrsta þrennan sem skoruð er hjá A-landsliði kvenna síðan stelpurnar unnu 9-0 sigur á Lettlandi í september 2020. Þá skoraði Dagný Brynjarsdóttir þrennu en hún tók einnig þátt í leiknum í gær.

Leikurinn gegn Lettlandi var fyrsti landsleikurinn sem Karólína Lea spilaði og skoraði hún sitt fyrsta landsliðsmark einmitt í þeim leik. Hún hefur síðan þá spilað 51 landsleik og skorað 14 mörk í heildina.

„Það er alltaf gaman að sjá leikmann skora þrennu. Karólína var frábær í dag. Hún gerði þetta virkilega vel," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson eftir leikinn í gær.

„Það gerist ekkert oft í landsleik að leikmenn skori þrennu og sérstaklega á þessu stigi. Hún var frábær í dag."
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Athugasemdir
banner