
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í gær.
„Ég er eiginlega bara mjög svekkt. Það er ekkert spes að skora þrennu og vinna ekki," sagði Karólína eftir leikinn.
„Ég er eiginlega bara mjög svekkt. Það er ekkert spes að skora þrennu og vinna ekki," sagði Karólína eftir leikinn.
Það er athyglisvert að þetta er fyrsta þrennan sem skoruð er hjá A-landsliði kvenna síðan stelpurnar unnu 9-0 sigur á Lettlandi í september 2020. Þá skoraði Dagný Brynjarsdóttir þrennu en hún tók einnig þátt í leiknum í gær.
Leikurinn gegn Lettlandi var fyrsti landsleikurinn sem Karólína Lea spilaði og skoraði hún sitt fyrsta landsliðsmark einmitt í þeim leik. Hún hefur síðan þá spilað 51 landsleik og skorað 14 mörk í heildina.
„Það er alltaf gaman að sjá leikmann skora þrennu. Karólína var frábær í dag. Hún gerði þetta virkilega vel," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson eftir leikinn í gær.
„Það gerist ekkert oft í landsleik að leikmenn skori þrennu og sérstaklega á þessu stigi. Hún var frábær í dag."
Athugasemdir