Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Ummælin voru tekin úr samhengi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rúben Amorim þjálfari Manchester United var spurður út í ummæli André Onana og Nemanja Matic fyrir viðureign liðsins gegn Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Onana sagðist telja Man Utd vera mikið betra lið en Lyon og fóru þau ummæli ekki vel í Matic, sem svaraði fullum hálsi og sagði Onana vera lélegasta markvörð í sögu Rauðu djöflanna.

Onana svaraði því svo með færslu á samfélagsmiðlum og hefur Amorim ákveðið að reyna að stilla til friðar. Hann segir að hér sé einungis um misskilning að ræða vegna ummæla sem voru tekin úr samhengi.

„Þetta er byggt á misskilningi og mun ekki skipta neinu máli á morgun. Ef þú lest viðtalið við Onana í heild þá er það fyrsta sem hann segir að Lyon er mjög, mjög sterkt lið," sagði Amorim.

„Fólk les kannski ekki allt viðtalið og bregst svo illa við en það er bara misskilningur. Ég þekki Matic mjög vel persónulega og ég veit að hann er góður náungi, leikurinn á morgun verður venjulegur fótboltaleikur. Það er augljóst að hann hefur ekki lesið viðtalið í heild sinni því þá hefði hann ekki brugðist svona við.

„Ef þú lest allt viðtalið þá er engin vanvirðing sem kemur fram. Hann sýnir Lyon fulla virðingu og er að setja traust á sitt eigið lið á sama tíma til að veita mönnum innblástur og sjálfstraust. Þetta var aldrei tilraun til að smána Lyon á neinn hátt."


   09.04.2025 17:50
Onana svarar: „Hef unnið titla með besta félagi heims, annað en sumir"

Athugasemdir
banner