Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta um aukaspyrnurnar: Hverjar eru líkurnar?
Mynd: EPA
Declan Rice er mikið á milli tannana á fólki eftir að hafa skorað tvö ótrúleg mörk gegn Real Madrid í mögnuðum 3-0 sigri í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Emirates.

Bæði mörkin voru stórkostleg, beint úr aukaspyrnu, en hann hafði aldrei áður á ferlinum skorað beint úr aukaspyrnu.

Leikmaður Arsenal skoraði síðast beint úr aukaspyrnu í september árið 2021 þegar Martin Ödegaard skoraði gegn Burnley en það var eina mark leiksins.

„Að skora tvö mörk af þessari stærðargráðu á tólf mínútum af sama leikmanninum, sem hefur aldrei skorað úr aukaspyrnu, hverjar eru líkurnar?" Sagði Mikel Arteta.
Athugasemdir
banner
banner