Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ranieri slekkur í slúðrinu: Ég hef aldrei hitt Ten Hag
Ten Hag var rekinn frá United í nóvember á síðasta ári.
Ten Hag var rekinn frá United í nóvember á síðasta ári.
Mynd: EPA
Ranieri hefur gert mjög góða hluti með Roma.
Ranieri hefur gert mjög góða hluti með Roma.
Mynd: EPA
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, hefur að undanförnu verið orðaður við stjórastöðuna hjá Roma en núvernadi stjóri Roma, Claudio Ranieri, ætlar að hætta í sumar.

Slúðrað hefur verið um að Ranieri hafi fundað með Ten Hag um að taka við liðinu. Ranieri hefur tjáð sig um þær sögur.

Ranieri egir að eigendur Roma sé mjög nálægt því að velja nýjan stjóra, en Ítalinn var settur í það hlutverk að hjálpa eigendunum að finna næsta mann. Ranieri fullyrðir að hann hafi aldrei hitt Ten Hag og segist ekki þekkja hann.

„Ég og Ghisolfi (tæknistjóri Roma) fylgdum enska módelinu. Við byrjuðum með 7-8 kandídata á blaði og minnkuðum svo listann niður í 3-4. Roma er mjög nálægt því að velja nýjan þjálfara."

„Ég er viss um að góður þjálfari muni koma."


Umboðsmenn Ten Hag hafa þegar tjáð sig um sögurnar um Roma og Ranieri staðfesti að hann hefði aldrei hitt Hollendinginn.

„Trúið þið mér þegar ég segi að ég þekki hann ekki? Ég hef aldrei hitt hann. Ég hef lesið að ég hefði borðað kvöldmat með honum, en, trúið mér, ég hef aldrei hitt hann," sagði Ranieri.

Roma hefur leikið mjög vel að undanförnu og á raunhæfan möguleika á Meistaradeildarsæti eftir frekar dapran fyrri hluta af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner