Fermín López byrjar á miðjunni með Gavi á bekknum
8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld þegar Barcelona og PSG eiga heimaleiki gegn Borussia Dortmund og Aston Villa.
Stórveldin eru á heimavelli gegn smærri spámönnunum, en Dortmund komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þrátt fyrir að eiga slakt tímabil í þýsku deildinni.
Barcelona er í gríðarlega miklu stuði á meðan Dortmund hefur ekki verið að ganga vel.
Svipað er hægt að segja um PSG sem er á ótrúlegu skriði, en Aston Villa er einnig búið að sigra átta síðustu leiki sína í röð í öllum keppnum.
Öll lið mæta með gríðarlega sterk byrjunarlið til leiks, þar sem er ekki mikið sem kemur á óvart. Fermín López er í byrjunarliði Barca þar sem Hansi Flick ákveður að byrja með hann framarlega á miðjunni í stað Gavi, sem er á bekknum. Jules Koundé er á sínum stað í varnarlínu Börsunga og verður þetta 101. leikurinn hans í röð fyrir Barca og franska landsliðið.
Désiré Doué hefur verið í gríðarlegu stuði síðustu vikur og byrjar á kantinum hjá Paris Saint-Germain með Bradley Barcola á bekknum. Á sama tíma leiðir Marcus Rashford leiðir sóknarlínu Aston Villa, en Ollie Watkins og Marco Asensio byrja á bekknum ásamt Axel Disasi og Amadou Onana. Asensio leikur hjá Aston Villa á láni frá PSG og gæti leikið vinnuveitendur sína grátt í kvöld.
Barcelona: Szczesny, Kounde, Cubarsi, Martinez, Balde, De Jong, Pedri, Lopez, Yamal, Raphinha, Lewandowski
Varamenn: Pena, Kochen, Araujo, Christensen, Fati, Fort, Garcia, Gavi, Martin, Torre, Torres, Victor
Dortmund: Kobel, Bensebaini, Anton, Can, Ryerson, Nmecha, Chukwueza, Brandt, Adeyemi, Gittens, Guirassy
Varamenn: Meyer, Lotka, Beier, Cuoto, Duranville, Kabar, Ozcan, Reyna, Sule, Svensson, Watjen
PSG: Donnarumma, Hakimi, Beraldo, Pacho, Mendes, Neves, Vitinha, Ruiz, Kvaratskhelia, Doue, Dembele
Varamenn: Safonov, Tenas, Zaire-Emery, Ramos, Barcola, Hernandez, Kimpembe, Kang-in, Mayulu, Mbaye
Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Torres, Digne, Tielemans, Kamara, McGinn, Rogers, Ramsey, Rashford
Varamenn: Olsen, Proctor, Onana, Watkins, Asensio, Mings, Maatsen, Disasi, Bogarde, Barkley
Athugasemdir