Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 17:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Arsenal og Real Madrid: Saka byrjar - Courtois snýr aftur
Mynd: EPA
Arsenal fær Real Madrid í heimsókn í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Bukayo Saka er kominn aftur í byrjunarlið Arsenal eftir meiðsli. Jakub Kiwior er við hlið William Saliba í hjarta varnarinnar þar sem Gabriel er fjarverandi vegna meiðsla.

Martin Ödegaard, Gabriel Martinelli og Thomas Partey byrja allir eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Everton um helgina.

Thibaut Courtois er kominn aftur í markið hjá Real Madrid en hann hefur verið fjarverandi vegna meiðsla í þremur síðustu leikjum. Luka Modric er á miðjunni en Aurelien Tchouameni tekur út leikbann.

Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Kiwior, Lewis-Skelly, Partey, Rice, Odegaard, Saka, Martinelli, Merino.
Varamenn: Neto, Setford, Tierney, White, Zinchenko, Trossard, Jorginho, Butler-Oyedeji, Gower, Nwaneri.

Real Madrid: Courtois, Valverde, Rudiger, Asencio, Alaba, Modric, Camavinga, Bellingham, Rodrygo, Vinicius Jr, Mbappe.
Varamenn: Gonzalez, Mestre, Guler, Endrick, Vasquez, Garcia, Brahim, Gonzalo, Chema, Lorenzo, Jacobo.


Athugasemdir
banner