Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inzaghi: Heppinn að hafa fundið svona hóp af mönnum
Mynd: EPA
Inter er með forystuna gegn Bayern í einvígi liðanna eftir 2-1 sigur í fyrri leik liðanna í Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Simeone Inzaghi, stjóri liðsins, var að vonum hæstánægður í leikslok.

„Ég veit að ég verð að þakka þessum mönnum því þeir gáfu allt í þetta í kvöld. Við höfum verið án nokkra leikmanna en við leyfðum því ekki að sjást þökk sé öllum. Allir leikmennirnir hafa hjálpað okkur að komast hingað," sagði Inzaghi.

„Það er ósanngjarnt að nefna einhverja leikmenn. Lautaro og Barella voru frábærir en það voru allir frábærir. Ég er heppinn að hafa fundið hóp af svona mönnum sem eru skuldbundnir Inter treyjunni og reyna að gefa allt sitt á vellinum þrátt fyrir erfiðleika."

Inzaghi hrósaði Davide Frattesi sem kom inn á og skoraði sigurmarkið en hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið.

„Frattesi var einn besti leikmaður liðsins gegn Udinese fyrir viku síðan. Það var mikið talað um Frattesi eftir Milan leikinn en hann lagði mikið á sig. Hann æfir alltaf vel og verður að halda þessu áfram," sagði Inzaghi.
Athugasemdir
banner