Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Delap með 30 milljóna punda ákvæði - Chelsea og Man Utd vilja fá hann
Mynd: EPA
Guardian greinir frá því að sóknarmaðurinn Liam Delap verði með 30 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum þegar Ipswich verður formlega fallið úr úrvalsdeildinni.

Ipswich er í átjánda sæti, tólf stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir.

Delap hefur fengið verðskuldað lof fyrir sína frammistöðu síðan hann yfirgaf Manchester City og er með 12 mörk í 33 leikjum.

Ipswich keypti Delap fyrir 15 milljónir punda auk 5 milljónir eftir ákvæðum. Delap, sem er 22 ára hefur lagt sitt af mörkum til að reyna að halda liðinu uppi.

Chelsea og Manchester United vilja styrkja sóknarlínur sínar í sumar og hafa áhuga á að krækja í Delap. Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Newcastle og Liverpool

City er með klásúlu um að geta keypt Delap til baka en ólíklegt er að félagið muni virkja hana. Delap vill spila reglulega og yrði á eftir Erling Haaland og Omar Marmoush hjá City.
Athugasemdir