Salah er kominn með 27 mörk og 17 stoðsendingar í 31 úrvalsdeildarleik á tímabilinu þó honum hafi hvorki tekist að skora né leggja upp í síðustu tveimur.
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Mohamed Salah sé að færast nær því að samþykkja nýjan samning hjá Liverpool.
Sky Sports og Fabrizio Romano greina meðal annars frá þessu og segja að staðan sé sú sama hjá miðverðinum Virgil van Dijk.
Allt útlit er hins vegar fyrir að Trent Alexander-Arnold sé á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eins og hefur verið greint frá margsinnis.
Hinn 32 ára gamli Salah er einn af bestu fótboltamönnum heims þrátt fyrir hækkandi aldur og hefur verið í gríðarlega miklu stuði á tímabilinu. Hann hefur verið sterklega orðaður við félagaskipti til Sádi-Arabíu þar sem hann myndi fá risasamning fyrir að spila í efstu deild.
Stjórnendur Liverpool eru sagðir vera sannfærðir um að halda bæði Salah og Van Dijk í sumar, þrátt fyrir að missa Alexander-Arnold. Búist er við að þeir fái báðir tveggja ára samninga.
Athugasemdir