Í kvöld fer fram fyrri leikur Paris St-Germain og Aston Villa í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Spánverjinn Marco Asensio er hjá Aston Villa á láni frá PSG. Þó Asensio sé samningsbundinn franska félaginu þá má hann spila gegn því í Meistaradeildinni.
Í reglum UEFA segir að félög megi ekki hafa nein áhrif á það hvernig önnur félög stilla sínu liði upp. Asensio á því möguleika á því að skjóta félagið sitt úr keppni.
Spánverjinn Marco Asensio er hjá Aston Villa á láni frá PSG. Þó Asensio sé samningsbundinn franska félaginu þá má hann spila gegn því í Meistaradeildinni.
Í reglum UEFA segir að félög megi ekki hafa nein áhrif á það hvernig önnur félög stilla sínu liði upp. Asensio á því möguleika á því að skjóta félagið sitt úr keppni.
„Ég er hæstánægður með að hann megi spila," segir Luis Enrique, stjóri PSG.
„Hann var ekki að fá spiltímann sem hann vill hjá okkur og fékk tækifæri til að fara til Birmingham. Það er jákvætt að hann sé að spila. Hann er frábær leikmaður."
Athugasemdir