Inter Miami 3 - 1 Los Angeles FC (3-2 samanlagt)
0-1 Aaron Long ('9)
1-1 Lionel Messi ('35)
2-1 Noah Allen ('61)
3-1 Lionel Messi ('84, víti)
0-1 Aaron Long ('9)
1-1 Lionel Messi ('35)
2-1 Noah Allen ('61)
3-1 Lionel Messi ('84, víti)
Lionel Messi leiddi magnaðan endurkomusigur Inter Miami gegn Los Angeles FC í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Norður-Ameríku í nótt.
Messi og félagar töpuðu fyrri leiknum í Los Angeles og lentu svo undir snemma leiks á heimavelli. Þeir þurftu því að klífa bratta brekku en Lionel Messi er ekki þekktur fyrir að gefast upp.
Hann kom boltanum í netið á 31. mínútu en ekki dæmt mark eftir athugun í VAR-herberginu. Skömmu síðar skoraði hann þó löglegt mark og staðan orðin 1-1, eða 1-2 í einvíginu í heild.
Leikurinn var opinn en heimamenn í Inter fengu betri færi og var Messi í aðalhlutverki. Hann lagði upp fyrir Noah Allen á 61. mínútu og skoraði svo úr vítaspyrnu til að tryggja magnaðan endurkomusigur.
Lokatölur 3-1 fyrir Inter og því 3-2 í einvíginu eftir að hafa verið tveimur mörkum undir.
Luis Suárez var í byrjunarliði Inter og setti boltann í netið á 67. mínútu en markið ekki dæmt gilt eftir athugun í VAR.
Inter mætir annað hvort Vancouver Whitecaps eða Pumas í undanúrslitum. Cruz Azul og Tigres eigast við í hinum undanúrslitaleiknum.
Til gamans má geta að Cengiz Ünder var í byrjunarliði Los Angeles og kom Olivier Giroud inn af bekknum.
Steven Cherundolo, fyrrum leikmaður Hannover, er þjálfari Los Angeles á meðan Javier Mascherano situr við stjórnvölinn hjá Inter.
Jordi Alba var í byrjunarliði Inter, sem er með Oscar Ustari fyrrum varamarkvörð Argentínu á milli stanganna, en Sergio Busquets var ekki í hóp.
Inter Miami [1]-1 LAFC - Messi 35'
byu/MUFColin insoccer
Athugasemdir