La Gazzetta dello segir enn líklegra að Carlo Ancelotti yfirgefi Real Madrid í sumar, eftir að liðið tapaði 3-0 í fyrri leik sínum gegn Arsenal í Meistaradeildinni.
Sagt er að þó Real Madrid myndi ná magnaðri endurkomu í seinni leiknum þá dugi það Ancelotti líklega ekki til að bjarga starfinu.
Sagt er að þó Real Madrid myndi ná magnaðri endurkomu í seinni leiknum þá dugi það Ancelotti líklega ekki til að bjarga starfinu.
Repubblica segir að Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, sé líklegastur til að taka við stjórnartaumunum hjá Real Madrid fyrir næsta tímabil.
Ancelotti gæti mögulega tekið við brasilíska landsliðinu ef hann yfirgefur Real Madrid í sumar. Ancelotti er samningsbundinn Madrídarfélaginu til 2026.
Athugasemdir