Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 17:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steini reif í gikkinn eftir hörmulegan hálftíma
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska kvennalandsliðið er 2-1 undir í hálfleik gegn Sviss á Þróttarvellinum í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  3 Sviss

Íslenska liðið byrjaði leikinn afleitlega en staðan var orðin 2-0 eftir rúman stundafjórðung.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var eðlilega ekki sáttur með gang mála og gerði tvöfalda breytingu á liðinu á 37. mínútu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir komu inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir.

„Ég held að það séu bara skilaboð að rífa okkur í gang, þetta er ekki boðlegt," sagði Guðrún Arnardóttir í viðtali við Rúv í hálfleik.

Karólína Lea Vilhjálsdóttir minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu á lokasekúndum fyrri hálfleiks.


Athugasemdir
banner
banner