Douglas Luiz, miðjumaður Juventus, verður til sölu fyrir 40 milljónir evra í sumar.
Þetta herma heimildir Tuttosport en Luiz hefur ekki staðist væntingar á tímabilinu. Hann var fenginn frá Aston Villa fyrir yfirstandandi tímabil.
Þetta herma heimildir Tuttosport en Luiz hefur ekki staðist væntingar á tímabilinu. Hann var fenginn frá Aston Villa fyrir yfirstandandi tímabil.
Luiz hefur aðeins byrjað þrjá leiki í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu fyrir Juventus en meiðsli hafa einnig strítt honum.
Juve borgaði 50 milljónir evra fyrir Luiz síðasta sumar og þar að auki fóru tveir ungir leikmenn til Aston Villa í staðinn. Núna er ítalska stórliðið tilbúið að selja hann á aðeins 40 milljónir evra.
Mögulega fer hann aftur í enska boltann en þar blómstraði hann áður fyrir Aston Villa.
Athugasemdir