Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   fim 10. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Lengjubikar og Mjólkurbikar
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það eru tveir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem KR tekur á móti Haukum í Lengjubikar kvenna áður en ÍH mætir Selfossi í Mjólkurbikarnum.

KR og Haukar eigast við í síðustu umferð B-deildar Lengjubikarsins, þar sem Haukakonur eru öruggar í öðru sæti með 13 stig eftir 6 umferðir á meðan KR sitja í sjötta sæti, með 6 stig.

ÍH fær Selfoss í heimsókn í Skessuna í 2. umferð bikarsins og mun sigurvegarinn taka á móti Haukum í 32-liða úrslitum.

Ljóst er að það verður áhugaverður slagur hvort sem hann mun fara fram á Selfossi eða vera nágrannaslagur í Hafnarfirði.

Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 KR-Haukar (KR-völlur)

Mjólkurbikar karla
20:00 ÍH-Selfoss (Skessan)
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner