
„Þetta er ótrúlega svekkjandi. Þrjú mörk eiga að vera meira en nóg til að vinna leikinn og fá þrjú stig," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Íslands, eftir jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni.
Leikurinn var í raun stórskrítinn og endaði hann með 3-3 jafntefli.
Leikurinn var í raun stórskrítinn og endaði hann með 3-3 jafntefli.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 3 Sviss
„Upp úr því sem komið var, þá tökum við stiginu. Þetta er samt mjög svekkjandi."
„Við misstum aðeins fyrir hvað við stöndum fyrir, að hlaupa og berjast. Eftir 2-0 markið tókum við fund og mér fannst við allar stíga upp eftir það. Ég er ótrúlega stolt af liðinu fyrir það."
Íslenska liðið skoraði mjög skrautlegt sjálfsmark í byrjun seinni hálfleiks. Um það sagði Cecilía:
„Mistök geta gerst í fótbolta. Það er bara hvernig maður bregst við þeim. Mér fannst ég, Munda og allt liðið bregðast ótrúlega vel við því. Við héldum áfram. Þú verður að hugsa um nútíðina."
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði þrennu. „Karó stóð sig ótrúlega vel. Það skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann sem getur náð í stigin fyrir okkur. Hún gerði það í dag."
Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir