Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
Völsungur komið áfram í bikarnum - „Ekki var þetta fallegt"
Einbeitingin hjá Augnabliki fer á deildina: „Er það ekki klassíkin?"
Jóhann Birnir: Fagmannlega gert hjá okkur
Nik: Krossum fingur að hún geti spilað í sumar
Kristján Guðmunds: Fundum það bara strax og leikurinn byrjaði
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
   þri 08. apríl 2025 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Icelandair
Eftir leikinn.
Eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er ótrúlega svekkjandi. Þrjú mörk eiga að vera meira en nóg til að vinna leikinn og fá þrjú stig," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Íslands, eftir jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Leikurinn var í raun stórskrítinn og endaði hann með 3-3 jafntefli.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  3 Sviss

„Upp úr því sem komið var, þá tökum við stiginu. Þetta er samt mjög svekkjandi."

„Við misstum aðeins fyrir hvað við stöndum fyrir, að hlaupa og berjast. Eftir 2-0 markið tókum við fund og mér fannst við allar stíga upp eftir það. Ég er ótrúlega stolt af liðinu fyrir það."

Íslenska liðið skoraði mjög skrautlegt sjálfsmark í byrjun seinni hálfleiks. Um það sagði Cecilía:

„Mistök geta gerst í fótbolta. Það er bara hvernig maður bregst við þeim. Mér fannst ég, Munda og allt liðið bregðast ótrúlega vel við því. Við héldum áfram. Þú verður að hugsa um nútíðina."

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði þrennu. „Karó stóð sig ótrúlega vel. Það skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann sem getur náð í stigin fyrir okkur. Hún gerði það í dag."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner