Dalvík/Reynir hefur nælt í portúgalska sóknarmanninn Martim Cardoso en hann kemur frá Hetti/Huginn.
Cardoso er 23 ára gamall og getur spilað allar stöður fremst á vellinum.
Cardoso er 23 ára gamall og getur spilað allar stöður fremst á vellinum.
Hann skoraði 13 mörk í 22 leikjum fyrir Hött/Huginn í 2. deild í fyrra en hann mun nú mæta sínum gömlu félögum í sumar þar sem Dalvík/Reynir féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar.
„Það er mikill fengur að fá Martim til liðs við okkur og við hlökkum til að sjá hann í bláu í sumar," segir í tilkynningu frá Dalvík/Reyni.
Athugasemdir