Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   mið 09. apríl 2025 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Emery bjóst við tapi - Rogers trúir á endurkomu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Unai Emery þjálfari Aston Villa viðurkenndi eftir 3-1 tap gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld að hann hafi búist við því fyrir leikinn.

PSG yfirspilaði Aston Villa og skoraði þrjú frábær mörk eftir mögnuð einstaklingsframtök hjá Désiré Doué, Khvicha Kvaratskhelia og Nuno Mendes.

„Þetta var það sem ég bjóst við fyrir leikinn, 2-1 eða 3-1. Við munum spila heimaleikinn eftir helgi og það verður risastór áskorun fyrir okkur en okkur líður vel fyrir framan stuðningsmennina okkar á Villa Park og við getum gert góða hluti þar," sagði Emery eftir lokaflautið í kvöld.

„Við þurftum að sýna mikinn aga í þessum leik og í stöðunni 2-1 komumst við þrisvar sinnum í vítateiginn þeirra en við fundum ekki leið til að jafna. Núna erum við í þeirri stöðu að við þurfum að sigra heimaleikinn með meira en einu marki, það er eitthvað sem kemur okkur ekki á óvart. Þetta verður mjög erfitt.

„Við þurftum að nýta færin okkar í kvöld og við gerðum það í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik. Við höfum trú á Villa Park og áhorfendunum okkar þar. Strákarnir þurfa að vera upp á sitt besta til að komast áfram."


Morgan Rogers tók forystuna fyrir Aston Villa í fyrri hálfleik en Frakklandsmeistararnir voru ekki lengi að jafna með glæsimarki frá Doué.

„Við vissum að þetta yrði erfitt, við vorum að spila gegn virkilega sterku liði með stórstjörnur í flestum stöðum. Þetta var mjög erfitt en við börðumst vel og að lokum skinu gæðin þeirra í gegn og þeir sigruðu leikinn. Þetta var bara fyrri hálfleikur og við munum reyna að snúa þessu við á heimavelli," sagði Rogers.

„Við erum ekki hér fyrir slysni. Við viljum vera samkeppnishæfir gegn bestu liðum heims og við erum fullir sjálfstrausts fyrir heimaleikinn. Við vitum að við höfum gæðin til að snúa þessu við á Villa Park."
Athugasemdir
banner