Spænskir fjölmiðlar segja að Barcelona sé með í forgangi fyrir sumargluggann að fá inn vinstri vængmann og hægri bakvörð.
Dodo, bakvörður Fiorentina, er einn af þeim sem eru á blaði Börsunga og katalónska stórliðið hefur þegar sett sig í samband við umboðsmann hans.
Dodo, bakvörður Fiorentina, er einn af þeim sem eru á blaði Börsunga og katalónska stórliðið hefur þegar sett sig í samband við umboðsmann hans.
Þessi 26 ára Brasilíumaður er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar í Flórens en hann er fyrrum leikmaður Shaktar Donetsk.
Frammistaða Dodo, sem er mjög öflugur sóknarlega, hefur heldur ekki farið framhjá stórliðum Ítalíu og Juventus, Napoli og AC Milan eru öll sögð hafa áhuga. Samningur leikmannsins við Fiorentina er til 2027.
Athugasemdir