Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp vill ráða stjóra Sheffield Wednesday
Danny Röhl.
Danny Röhl.
Mynd: EPA
Danny Röhl, stjóri Sheffield Wednesday, er sagður ofarlega á lista RB Leipzig sem er í stjóraleit.

Jurgen Klopp, yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull, er sagður mjög hrifinn af því sem Röhl hefur afrekað við erfiðar kringumstæður hjá Sheffield Wednesday.

Samkvæmt Bild eru Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, og Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, einnig á lista Leipzig en Röhl er alvöru kandídat í þetta starf.

Þetta er áhyggjuefni fyrir Leicester og Southampton sem eru á leið niður í Championship-deildina en bæði þessi félög hafa sýnt Röhl áhuga.
Athugasemdir
banner
banner