Seinni tvö einvígin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Dortmund og Aston Villa heimsækir PSG. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:00.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Engin stig voru skoruð í spá gærdagsins. En svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Engin stig voru skoruð í spá gærdagsins. En svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Barcelona 3 – 1 Dortmund
Barcelona hafa ekki tapað á þessu ári og eru ekki að fara að byrja á því núna. Ég hef alltaf á tilfinningunni að Barcelona geti skorað fleiri mörk en andstæðingurinn. Þeir vinna sannfærandi en Dortmund skorar eitt til að halda smá vonarglætu í einvíginu.
PSG 2 – 0 Aston Villa
Bæði liðin eru á góðu rönni. En PSG er bara betra lið og nýtir heimavöllinn til að koma sér í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Kvaratskhelia og Doué skora mörkin. Þau verða bæði fyrir utan teig.
Aron Baldvin Þórðarson
Barcelona 4 - 1 Dortmund
Mjög mikill munur á liðunum sem mun sjást vel í leiknum.
PSG 2 - 0 Aston Villa
PSG var síðast þegar ég athugaði besta liðið í keppninni í mörgum af mikilvægustu tölfræðiþáttum leiksins. Villa menn munu samt alltaf láta þá hafa fyrir þessu í einvíginu en PSG fer til Englands með 2-0 sigur á bakinu.
Fótbolti.net - Óskar Smári
Barcelona 2 - 0 Dortmund
Nokkuð þægilegur leikur sem Barcelona mun stjórna ferðinni, Dortmund er sýnd veiði en ekki gefin. Þrátt fyrir það að þá spái ég öruggum 2-0 sigri heimamanna. Raphinha með bæði.
PSG 1 - 0 Aston Villa
Það einhvernveginn hefur alltaf tíðkast að maður heldur með ensku liðunum í Meistaradeildinni. Aston Villa er klárlega mitt lið í keppninni af þeim liðum sem eftir eru. Þetta verður erfiður leikur fyrir Villa menn, en ég spái því að Martínez muni eiga 10/10 frammistöðu í rammanum. Því miður mun það ekki duga. Barcola setur eitt óverjandi og PSG klárar þennan leik 1-0.
Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 14
Aron Baldvin - 16
Fótbolti.net - 16
Athugasemdir