Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   mið 09. apríl 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG heldur áfram að sækja á Villa Park
Eftir mikið af tilraunum fundu eigendur PSG loksins rétta þjálfarann fyrir félagið.
Eftir mikið af tilraunum fundu eigendur PSG loksins rétta þjálfarann fyrir félagið.
Mynd: EPA
Kvaratskhelia skoraði glæsimark gegn Aston Villa í kvöld.
Kvaratskhelia skoraði glæsimark gegn Aston Villa í kvöld.
Mynd: EPA
Luis Enrique þjálfari PSG var kátur eftir 3-1 sigur gegn Aston Villa í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Heimamenn leiddu 2-1 í París allt þar til í uppbótartíma, þegar bakvörðurinn snöggi Nuno Mendes slapp í gegn og skoraði frábært mark eftir laglegt einstaklingsframtak þar sem hann lék á varnarmenn og markvörð Aston Villa.

Aston Villa tók forystuna í fyrri hálfleik, gegn gangi leiksins, en lærisveinar Enrique voru snöggir að svara fyrir sig.

„Það var smá erfitt að samþykkja þegar þeir tóku forystuna en við þurftum að vinna þennan leik og strákarnir komu til baka. Það var frábært fyrir okkur og fyrir sjálfstraustið að skora þriðja markið í uppbótartíma, virkilega frábært. Við erum að búast við erfiðum leik í næstu viku," sagði Enrique.

„Það er mikilvægt að halda í trúna og reyna að spila sama leik á Villa Park. Það er mikilvægt að halda í leikstílinn okkar. Við erum skemmtilegt lið með mikið af hágæða leikmönnum. Við viljum sigra hvern einasta leik sem við mætum í og erum með frábæra stuðningsmenn sem styðja þétt við bakið á okkur í gegnum súrt og sætt. Þetta er frábær dagur fyrir okkur."

Khvicha Kvaratskhelia skoraði annað mark PSG eftir glæsilegt einstaklingsframtak í upphafi síðari hálfleiks. Hann tjáði sig einnig að leikslokum.

„Þetta var erfiður leikur og við erum mjög ánægðir með úrslitin, en við verðum að halda einbeitingu fyrir næsta leik. Við erum ekki búnir að sigra einvígið," sagði Georgíumaðurinn knái.

„Þetta verður mjög erfitt á útivelli en við verðum að reyna að spila okkar leik og sjá hvað gerist."
Athugasemdir