Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Modric spilaði á Emirates áður en Lewis-Skelly fæddist
Mynd: EPA
Hinn 39 ára gamli Luka Modric var í byrjunarliði Real Madrid þegar liðið tapaði gegn Arsenal á Emirates í gær.

Real Madrid steinlá 3-0 en öll mörk Arsenal komu í seinni hálfleik. Declan Rice skoraðit tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu og Mikel Merino innsiglaði sigurinn undir lokin.

Modric lék sinn fyrsta leik á ferlinum árið 2003 með Dinamo Zagreb en þremur árum síðar var hann mættur með liðinu á Emirates völlinn þar sem liðið mætti Arsenal í ágúst árið 2006.

Hinn 18 ára gamli Myles Lewis-Skelly var í byrjunarliði Arsenal í gær en hann fæddist 34 dögum eftir leik Arsenal og Dinamo árið 2006.
Athugasemdir
banner
banner