Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, telur að Ruud van Nistelrooy verði ekki stjóri Leicester á næsta keppnistímabili.
Leicester hefur gengið hörmulega eftir að Van Nistelrooy tók við og er svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Leicester hefur gengið hörmulega eftir að Van Nistelrooy tók við og er svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Carragher segir að frammistaða Leicester á tímabilinu sé vandræðaleg og hann býst við því að Van Nistelrooy sé ekki í plönum félagsins fyrir næsta tímabil.
„Þeir verða að fara að plana fyrir næsta tímabil í Championship og ég held að Ruud verði ekki stjórinn þar," sagði Carragher. „Ég held að hann búist ekki sjálfur við því."
„Það er einhver vitleysa í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Frammistaða þeirra á tímabilinu hefur verið vandræðaleg."
Athugasemdir