Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vandræðalegt" hjá Leicester og stjórinn verði ekki áfram
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, telur að Ruud van Nistelrooy verði ekki stjóri Leicester á næsta keppnistímabili.

Leicester hefur gengið hörmulega eftir að Van Nistelrooy tók við og er svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Carragher segir að frammistaða Leicester á tímabilinu sé vandræðaleg og hann býst við því að Van Nistelrooy sé ekki í plönum félagsins fyrir næsta tímabil.

„Þeir verða að fara að plana fyrir næsta tímabil í Championship og ég held að Ruud verði ekki stjórinn þar," sagði Carragher. „Ég held að hann búist ekki sjálfur við því."

„Það er einhver vitleysa í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Frammistaða þeirra á tímabilinu hefur verið vandræðaleg."
Athugasemdir
banner