Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin í dag - Hvað gerir Aston Villa gegn PSG?
Mynd: EPA
Það var svakalegt Meistaradeildarkvöld í gær þar sem Arsenal rúllaði yfir Real Madrid og Inter lagði Bayern á útivelli.

Veislan í 8-liða úrslitum heldur áfraam í kvöld með tveimur áhugaverðum leikjum.

Aston Villa heimsækir PSG þar sem ævintýri Aston Villa heldur áfram. Unai Emery, stjóri liðsins, kann á Evrópukeppnirnar en hann hefur verið mjög sigursæll Evrópudeildinni. PSG liðið lítur hins vegar mjög vel út og er mjög sigurstranlegt í keppninni.

Annað sigurstranlegt lið er Barcelona en liðið fær Dortmund í heimsókn sem hefur ekki staðið undir væntingum heima fyrir en hefur gert góða hluti í Meistaradeildinni enda komið alla leið í 8-liða úrslit.

Meistaradeildin
19:00 PSG - Aston Villa
19:00 Barcelona - Dortmund
Athugasemdir
banner