Eftir sigur Arsenal gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld er ljóst að minnsta kosti fimm ensk lið verða í keppninni á næsta tímabili.
Ensku liðin þurftu aðeins að vinna einn leik í viðbót í öllum Evrópukeppnunum á þessu tímabili til að tryggja það að 5. sætið í úrvalsdeildinni fengi þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Ensku liðin þurftu aðeins að vinna einn leik í viðbót í öllum Evrópukeppnunum á þessu tímabili til að tryggja það að 5. sætið í úrvalsdeildinni fengi þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Allt að sjö lið geta tekið þátt í keppninni en Aston Villa þarf að vinna Meistaradeildina og mistakast að enda í fimm efstu sætunum í deildinni. Þá þurfa annað hvort Man Utd eða Tottenham að vinna Evrópdeildina.
Löndin fá stig fyrir árangur liðanna í öllum þremur Evrópukeppnunum. Tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli. Efstu tvö sætin fá aukasæti en Ítalía er í 2. sæti og Þýskaland í 3. sæti. Bologna og Dortmund fengu sæti í Meistaradeildinni í ár eftir að hafa lent í 5. sæti á síðasta tímabili.
Það er mikil spenna í Meistaradeildarbaráttunni á Englandi en Liverpool og Arsenal eru í góðum málum. Það eru tólf stig á milli Nottingham Forest, Chelsea, Newcastle, Manchester City, Aston Villa, Brighton og Bournemouth, sem er í tíunda sæti þegar sjö umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 32 | 23 | 7 | 2 | 74 | 31 | +43 | 76 |
2 | Arsenal | 32 | 17 | 12 | 3 | 57 | 27 | +30 | 63 |
3 | Newcastle | 32 | 18 | 5 | 9 | 61 | 40 | +21 | 59 |
4 | Nott. Forest | 32 | 17 | 6 | 9 | 51 | 38 | +13 | 57 |
5 | Man City | 32 | 16 | 7 | 9 | 62 | 42 | +20 | 55 |
6 | Chelsea | 32 | 15 | 9 | 8 | 56 | 39 | +17 | 54 |
7 | Aston Villa | 32 | 15 | 9 | 8 | 49 | 46 | +3 | 54 |
8 | Bournemouth | 32 | 13 | 9 | 10 | 52 | 40 | +12 | 48 |
9 | Fulham | 32 | 13 | 9 | 10 | 47 | 43 | +4 | 48 |
10 | Brighton | 32 | 12 | 12 | 8 | 51 | 49 | +2 | 48 |
11 | Brentford | 32 | 12 | 7 | 13 | 52 | 48 | +4 | 43 |
12 | Crystal Palace | 32 | 11 | 10 | 11 | 41 | 45 | -4 | 43 |
13 | Everton | 32 | 8 | 14 | 10 | 34 | 38 | -4 | 38 |
14 | Man Utd | 32 | 10 | 8 | 14 | 38 | 45 | -7 | 38 |
15 | Tottenham | 32 | 11 | 4 | 17 | 60 | 49 | +11 | 37 |
16 | Wolves | 32 | 10 | 5 | 17 | 47 | 61 | -14 | 35 |
17 | West Ham | 32 | 9 | 8 | 15 | 36 | 54 | -18 | 35 |
18 | Ipswich Town | 32 | 4 | 9 | 19 | 33 | 67 | -34 | 21 |
19 | Leicester | 32 | 4 | 6 | 22 | 27 | 72 | -45 | 18 |
20 | Southampton | 32 | 2 | 4 | 26 | 23 | 77 | -54 | 10 |
Athugasemdir