Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 13:45
Elvar Geir Magnússon
Matic segir Onana einn versta markvörð í sögu Man Utd
Andre Onana, markvörður Manchester United.
Andre Onana, markvörður Manchester United.
Mynd: EPA
Nemanja Matic, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Andre Onana sé einn versti markvörður í sögu félagsins.

Matic spilar í dag með Lyon en liðið tekur á móti Manchester United í Evrópudeildinni, 8-liða úrslitum, á morgun. Í aðraganda leiksins sagði Onana að enska liðið væri mun betra en það franska.

„Þetta verður ekki auðvelt en ég tel að við séum miklu betri en þeir," sagði Onana en þau ummæli fóru illa ofan í Matic.

„Þegar þú ert einn lélegasti markvörður í sögu Manchester United þarftu að gæta að því hvað þú segir," sagði Matic.

„Ef David de Gea, Peter Schmeichel eða Edwin van der Sar hefðu sagt þetta þá hefði ég hlustað en ef þú ert tölfræðilega einn lélegasti markvörður í nútímasögu Man United þarftu að sýna það áður en þú segir það."
Athugasemdir
banner