Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane klikkaði á dauðafæri - „Svona er líf framherjans"
Mynd: EPA
Bayern er 2-1 undir í einvíginu gegn Inter eftir tap á heimavelli í gær í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lautaro Martinez kom Inter yfir með glæsilegu marki en Thomas Muller jafnaði metin í seinni háflleik áður en Davide Frattesi tryggði Inter sigurinn með marki undir lokin.

Kane var nálægt því að koma Bayern yfir áður en Martinez skoraði en hann átti skot í stöng úr góðu færi.

„Þetta kemur ekki oft fyrir. Svona er líf framherjans, þetta gerist stundum. Það jákvæða er að ég eer að fá færi. Ég fer inn í leikinn gegn Dortmund með sama sjálfstraust og vonandi kemst ég aftur í gang," sagði Kane.

Bayern mætir Dortmund í deildinni um helgina en seinni leikurinn gegn Inter er eftir slétta viku.
Athugasemdir
banner