Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha jafnaði met Lionel Messi
Raphinha, Lamine Yamal og Robert Lewandowski mynda eina hættulegustu sóknarlínu heimsfótboltans í dag. Fullkomin blanda af hungri og reynslu.
Raphinha, Lamine Yamal og Robert Lewandowski mynda eina hættulegustu sóknarlínu heimsfótboltans í dag. Fullkomin blanda af hungri og reynslu.
Mynd: EPA
Raphinha skoraði og lagði tvö upp í 4-0 sigri Barcelona gegn Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Hann hefur þar með komið að 19 mörkum í 11 leikjum í Meistaradeildinni á tímabilinu, sem er jafn mikið og Lionel Messi gerði með Barcelona tímabilið 2011-12.

Raphinha er því búinn að jafna met Messi hjá Barca og hefur mjög góða möguleika á að bæta það.

Messi og Raphinha eru í fjórða sæti yfir samanlögð mörk og stoðsendingar á einu tímabili í Meistaradeildinni, en Cristiano Ronaldo á metið þar. Honum tókst að skora 17 mörk og gefa 4 stoðsendingar í 11 leikjum tímabilið 2013-14. Nú eru spilaðir fleiri leikir með breyttu fyrirkomulagi í Meistaradeildinni og því má búast við að öll marka- og stoðsendingamet verði bætt á næstu árum.

Raphinha hefur átt magnað tímabil undir stjórn Hansi Flick og er búinn að koma að 50 mörkum í 45 leikjum í öllum keppnum, með 28 mörk og 22 stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner