Fabio Cannavaro hefur verið rekinn sem stjóri Dinamo Zagreb en hann var aðeins fjóra mánuði í starfi.
Cannavaro er þekktastur fyrir að hafa verið fyrirliði ítalska landsliðsins sem vann HM með glæsibrag 2006.
Cannavaro er þekktastur fyrir að hafa verið fyrirliði ítalska landsliðsins sem vann HM með glæsibrag 2006.
Cannavaro hafði þjálfað í Kína og stýrði Udinese á síðasta ári, áður en hann var ráðinnn til Dinamo Zagreb í lok desember.
Hann endaði á að stýra fjórtán mótsleikjum áður en hann fékk að finna fyrir stígvélinu.
Dinamo Zagreb hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum og er í þriðja sæti króatísku deildarinnar. Hadujk Split er á toppnum en Gennaro Gattuso, fyrrum liðsfélagi Cannavaro hjá ítalska landsliðinu, er við stjórnvölinn þar.
Athugasemdir