Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 12:12
Elvar Geir Magnússon
Cannavaro rekinn eftir fjóra mánuði í Zagreb
Fabio Cannavaro.
Fabio Cannavaro.
Mynd: EPA
Fabio Cannavaro hefur verið rekinn sem stjóri Dinamo Zagreb en hann var aðeins fjóra mánuði í starfi.

Cannavaro er þekktastur fyrir að hafa verið fyrirliði ítalska landsliðsins sem vann HM með glæsibrag 2006.

Cannavaro hafði þjálfað í Kína og stýrði Udinese á síðasta ári, áður en hann var ráðinnn til Dinamo Zagreb í lok desember.

Hann endaði á að stýra fjórtán mótsleikjum áður en hann fékk að finna fyrir stígvélinu.

Dinamo Zagreb hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum og er í þriðja sæti króatísku deildarinnar. Hadujk Split er á toppnum en Gennaro Gattuso, fyrrum liðsfélagi Cannavaro hjá ítalska landsliðinu, er við stjórnvölinn þar.
Athugasemdir