Sádi-Arabía hefur reynt að lokka stórstjörnuna Vinicius Junior til sín en spænskir fjölmiðlar segja hann færast nær því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid.
Núgildandi samningur hans er til 2027 en hefur verið með háar launakröfur í viðræðum um nýjan samning og vill fá hærri laun en Kylian Mbappe og Jude Bellingham eru með.
Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki viljað brjóta launamúr félagsins.
Núgildandi samningur hans er til 2027 en hefur verið með háar launakröfur í viðræðum um nýjan samning og vill fá hærri laun en Kylian Mbappe og Jude Bellingham eru með.
Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki viljað brjóta launamúr félagsins.
Umboðsmenn Vinicius ræddu við Sádana í september og Vinicius hitti þá í Prag í febrúar. Þrátt fyrir að fá boð um gull og græna skóga á Arabíuskaganum er þó talið líklegast í að hann haldi sér hjá spænska stórliðinu.
Carlo Ancelotti, eða sá stjóri sem verður hjá Real Madrid á næsta tímabili, þarf að finna leið til að ná því besta út úr Kylian Mbappe og Vinicius í sama leikkerfi. Eitthvað sem ekki hefur gengið nægilega vel á þessu tímabili.
Athugasemdir