Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   mið 09. apríl 2025 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Guðlaugur Victor kom við sögu í tapi
Lærisveinar Lampard að gera flotta hluti
Mynd: Norrköping
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í ensku Championship deildinni í kvöld, þar sem Guðlaugur Victor Pálsson kom inn af bekknum í 3-0 tapi Plymouth í Wales.

Plymouth heimsótti Swansea og tapaði leiknum í fyrri hálfleik. Staðan var 3-0 í leikhlé og gerði Miron Muslic þrefalda skiptingu í leikhlé sem skilaði þó engum mörkum. Guðlaugur Victor fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn.

Lokatölur 3-0 og er Plymouth í neðsta sæti deildarinnar - fimm stigum frá öruggu sæti þegar jafn margar umferðir eru eftir. Swansea siglir lygnan sjó um miðja deild.

QPR lagði þá Oxford United að velli í neðri hlutanum. Oxford er þremur stigum fyrir ofan fallsæti eftir tapið á meðan QPR er í nokkuð þægilegri stöðu fjórum stigum þar fyrir ofan.

Coventry sigraði að lokum gegn Portsmouth með dramatísku sigurmarki frá Jamie Paterson á 94. mínútu.

Coventry er að gera flotta hluti undir stjórn Frank Lampard og situr í umspilssæti í deildinni sem stendur en baráttan er hörð. Það eru að minnsta kosti sex mismunandi lið að berjast um tvö síðustu umspilssætin sem stendur.

Coventry 1 - 0 Portsmouth
1-0 Jamie Paterson ('90 )

Oxford United 1 - 3 QPR
0-1 Ronnie Edwards ('7 )
0-2 Ole Romeny ('42 , sjálfsmark)
1-2 Stanley Mills ('62 )
1-3 Min-hyuk Yang ('90 )

Swansea 3 - 0 Plymouth
1-0 Lewis O'Brien ('4 )
2-0 Harry Darling ('22 )
3-0 Josh Key ('35 )
Athugasemdir
banner
banner