Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 18:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeild kvenna: Sex marka jafntefli í rosalegum leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland 3 - 3 Sviss
0-1 Geraldine Reuteler ('2 )
0-2 Smilla Vallotto ('17 )
1-2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('45 )
2-2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('46 , sjálfsmark)
3-2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('50 )
4-2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('62 )
Rautt spjald: Geraldine Reuteler, Sviss ('69) Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli í ótrúlegum leik gegn Sviss á Þróttarvelli í Þjóðadeildinni.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög illa en Geraldine Reuteler kom Sviss yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik. Hún skoraði þegar hún slapp alein í gegn eftir langa sendingu fram völlinn.

Reuteler var aftur á ferðinni eftir rúman stundafjórðung þegar hún sendi boltann út í teiginn og Smilla Vallotto skoraði og kom Sviss tveimur mörkum yfir.

Þorsteinn Halldórsson gerði tvöfalda breytingu eeftir rúmlega hálftíma leik þar sem Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir komu inn á fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir.

Karólína Lea Vilhjálsdóttir minnkaði muninn fyrir Ísland á lokasekúndum fyrri hálfleiks þegar hún skoraði beint úr aukaspyrnu.

Áslaug Munda skoraði ótrúlegt sjálfsmark strax í upphafi seinni hálfleiks þegar boltinn rúllaði í netið eftir sendingu til baka á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands.

Karólína Lea minnkaði muninn aftur stuttu síðar og hún jafnaði metin og fullkomnaði þrennu sína þegar hún skallaði boltann í netið eftir langt innkast frá Sveindísi Jane.

Íslenska liðið var manni fleiri eftir að Reuteler fékk sitt annað gula spjald fyrir dýfu þegar 20 mínútur voru eftir. Íslenska liðið reyndi hvað það gat að sækja sigurmarkið en niðurstaðan jafntefli.

Ísland er með 3 stig og áfram í 3. sæti þegar tveir leikir eru eftir.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 4 0 0 8 - 2 +6 12
2.    Noregur 4 1 1 2 2 - 4 -2 4
3.    Ísland 4 0 3 1 5 - 6 -1 3
4.    Sviss 4 0 2 2 4 - 7 -3 2
Athugasemdir
banner
banner
banner