Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 12:21
Elvar Geir Magnússon
Góðar fréttir fyrir Man Utd í aðdraganda leiksins í Lyon
Mainoo er mættur aftur til æfinga.
Mainoo er mættur aftur til æfinga.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo er mættur aftur til æfinga hjá Manchester United en liðið leikur fyrri leik sinn gegn Lyon í Evrópudeildinni, 8-liða úrslitum, á morgun.

United ferðast til Frakklands og menn eru vel meðvitaðir um mikilvægi komandi leikja því árangurinn í Evrópudeildinni ræður miklu um hvernig horft verður á tímabilið.

Eini möguleiki United á að komast í Meistaradeildina er með því að vinna Evrópudeildina.

Rúben Amorim verður án Lisandro Martínez, Amad Diallo, Matthijs de Ligt, Jonny Evans og Ayden Heaven í leiknum á morgun en Mainoo gæti komið við sögu.

Miðjumaðurinn ungi hefur verið frá í tvo mánuði, efti að hann meiddist á kálfa á æfingu. Hann hefur misst af tíu leikjum í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner