Manchester City hefur verið að fylgjast með þeim Morgan Gibbs-White og Florian Wirtz en enska félagið er að skoða möguleikann á því að styrkja sig sóknarlega með sóknarsinnuðum miðjumanni í sumar.
Hugo Viana, nýr íþróttastjóri City, hefur störf í næsta mánuði og ætlar City þá að ákveða hvaða skotmörk eru efst á lista í komandi félagaskiptaglugga.
Hugo Viana, nýr íþróttastjóri City, hefur störf í næsta mánuði og ætlar City þá að ákveða hvaða skotmörk eru efst á lista í komandi félagaskiptaglugga.
City hefur fylgst með mörgum leikjum en nöfn Gibbs-White og Wirtz eru nefnd á Sky Sports í dag.
Kevin de Bruyne mun yfirgefa City í sumar og þá er stutt eftir af eins árs samningi Ilkay Gundogan við félagið. Það verður því pláss fyrir ný andlit í hópnum.
Viana er að taka við af Txiki Begiristain en Viana kemur frá Sporting í Portúgal.
Athugasemdir