Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   mið 09. apríl 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Derhúfa Martínez fer í taugar heimamanna
Martínez bar derhúfuna með bros á vör þegar hann kom til Parísar.
Martínez bar derhúfuna með bros á vör þegar hann kom til Parísar.
Mynd: Aston Villa
Fyrri leikur PSG og Aston Villa í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld.

Emiliano Martínez, markvörður Villa, elskar að reyna að pirra mótherja sína og hann mætti með sérhannaða derhúfu til Parísar.

Á derhúfunni mátti sjá hana en dýrið hefur frá fornöld verið eitt af einkennistáknum Frakklands. Þá var mynd af þeim fjórum bikurum sem Martínez hefur unnið með argentínska landsliðinu.

Þar á meðal er heimsmeistaratitillinn sem Argentína vann í Katar, eftir sigur á Frakklandi í eftirminnilegum leik. Þar varði Martínez mark Argentínu og skapaði sér miklar óvinsældir í Frakklandi.



Athugasemdir
banner