Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór úr skúrki í hetju á nokkrum mínútum - „Sérstök upplifun"
Mynd: Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Malmö í gær þegar hann tryggði Malmö sigurinn á Elfsborg. Það var greinilegt á fögnuði Arnórs að honum var létt og er það vel skiljanlegt.

Hann kom inn á í stöðunni 1-0 fyrir Malmö en fimm mínútum síðar hafði hann gert dýrkeypt mistök með slakri sendingu og Elfsborg náði að jafna.

Hann bætti upp fyrir mistökin með góðu marki sjö mínútum síðar og fagnaði vel.

Arnór er að komast af stað eftir erfiðan vetur þar sem meiðsli og veikindi settu stórt strik í reikninginn. Hann samdi við Malmö í febrúar eftir að hafa fengið samningi sínum við Blackburn rift.

„Sérstök tilfinning af því að ég gerði þessi mistök á undan. Það var því mjög gott að sjá boltann rúlla inn. Ég vissi hvað (Taha) ali myndi gera. Ég reyndi djúpt hlaup fyrst, svo tók ég skrefið til baka út fyrir markteiginn. Þar eru mörkin skoruð. Ég myndi ekki vilja vera hægri bakvörður á móti Ali," sagði Arnór og brosti, en Taha Ali lagði upp markið á íslenska landsliðsmanninn. Arnór var spurður út í mistökin.

„Þetta eru mistök sem ég á ekki að gera. Ég ætlaði að senda á Ponne (Pontus Jansson), en ég reyndi að lyfta boltanum á Jens (Stryger) og hitti boltann illa. Það á ekki að gerast."

Malmö, sem er ríkjandi meistari, er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Hér að neðan má sjá jöfnunarmark Elfsborg og svo sigurmark Arnórs.



Athugasemdir
banner
banner
banner