
„Þó fyrri hálfleikur hafi verið mjög slakur, þá var engin uppgjöf. Ég er ánægður með seinni hálfleikinn og það var flott að sjá að við tókumst á við brekkuna," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í dag.
„Ég var ánægður með seinni en fyrri hálfleikurinn var virkilega slakur. Þær voru bara mjög lélegar og við þurfum að fara aðeins yfir það."
„Ég var ánægður með seinni en fyrri hálfleikurinn var virkilega slakur. Þær voru bara mjög lélegar og við þurfum að fara aðeins yfir það."
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 3 Sviss
Fyrstu 30 mínúturnar, eitthvað það slakasta sem þú hefur séð frá því þú tókst við liðinu?
„Já, að einhverju leyti. Þetta var út úr takti hjá okkur. Við náðum aldrei að klukka þær og náðum pressunni aldrei almennilega í gang. Þetta leit ekki vel út. Það kannski skrifast á mig. Ég þarf að skoða hvað ég þarf að laga í upplegginu," sagði Steini.
Steini gerði tvöfalda breytingu eftir um hálftíma leik og það virtist vekja liðið til lífsins.
„Ég hefði getað skipt fleiri leikmönnum út af. Ég valdi þessar tvær. Ég hef aldrei skipt leikmönnum út af í fyrri hálfleik út af frammistöðu. Auðvitað er það þungt fyrir þær og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir og er ráðinn til þess. Við þurfum að draga lærdóm af spilamennsku okkar í fyrri hálfleik og gera betur," sagði landsliðsþjálfarinn.
Hann var sáttur við karakterinn en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir