Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
Einbeitingin hjá Augnabliki fer á deildina: „Er það ekki klassíkin?"
Jóhann Birnir: Fagmannlega gert hjá okkur
Nik: Krossum fingur að hún geti spilað í sumar
Kristján Guðmunds: Fundum það bara strax og leikurinn byrjaði
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
   þri 08. apríl 2025 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þó fyrri hálfleikur hafi verið mjög slakur, þá var engin uppgjöf. Ég er ánægður með seinni hálfleikinn og það var flott að sjá að við tókumst á við brekkuna," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í dag.

„Ég var ánægður með seinni en fyrri hálfleikurinn var virkilega slakur. Þær voru bara mjög lélegar og við þurfum að fara aðeins yfir það."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  3 Sviss

Fyrstu 30 mínúturnar, eitthvað það slakasta sem þú hefur séð frá því þú tókst við liðinu?

„Já, að einhverju leyti. Þetta var út úr takti hjá okkur. Við náðum aldrei að klukka þær og náðum pressunni aldrei almennilega í gang. Þetta leit ekki vel út. Það kannski skrifast á mig. Ég þarf að skoða hvað ég þarf að laga í upplegginu," sagði Steini.

Steini gerði tvöfalda breytingu eftir um hálftíma leik og það virtist vekja liðið til lífsins.

„Ég hefði getað skipt fleiri leikmönnum út af. Ég valdi þessar tvær. Ég hef aldrei skipt leikmönnum út af í fyrri hálfleik út af frammistöðu. Auðvitað er það þungt fyrir þær og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir og er ráðinn til þess. Við þurfum að draga lærdóm af spilamennsku okkar í fyrri hálfleik og gera betur," sagði landsliðsþjálfarinn.

Hann var sáttur við karakterinn en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir